Skip to content

Fljótsdalshérað

dot

sh-bg-05.jpg
Home Þjónusta Umhverfi og umhirða Götur og stígar - snjóhreinsun
Götur og stígar- snjóhreinsun Print E-mail

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi ásamt starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem snýr að sveitarfélaginu vegna gatna og stíga. Helstu verkefni þjónustumiðstöðvar á þessu sviði eru:

  • Snjómokstur, hálkueyðing og hreinsun gatna
  • Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna kraps og vatnsaga
  • Aðrar aðgerðir til að tryggja örugga umferð gangandi vegfarenda og ökumanna eins og unnt er
  • Hálkuvarnir
  • Viðhald gatna og gangstétta
  • Heflun og ofaníburður malargatna
  • Viðhald og viðgerðir á bundnu slitlagi
  • Viðgerðir og endurnýjun gangstétta og gangstíga
  • Rekstur og viðhald umferðamerkinga, þar með talið yfirborðsmerkingar gatna, götumerkja og fleira

Öll gatnahreinsun, snjóhreinsun og umhirða opinna svæða sveitarfélagsins er unnin af verktökum en starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafa eftirlit með þeirri vinnu. Yfir sumartímann kemur starfsfólk vinnuskólans að verkefninu.
Þjónusta við stofnanir sveitarfélagsins eru unnin eftir því sem tök leyfa.
Margvísleg samskipti við almenning vegna þjónustubeiðna og aðstoðar veita starfsmenn Þjónustumiðstöðvar eftir því sem aðstæður leyfa.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Almennur tilkynningasími 4700-780
Starfsmaður Þjónustumiðstöðvar 1. 864-4979
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

Snjóhreinsun á Fljótsdalshéraði  kort

Egilsstaðir  kort

Fellabær  kort

1. Akbrautir
2. Plön stofnana
3. Gangstígar

 

Snjóhreinsun í dreifbýli: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

 

Viðbragðsstig eru eftirfarandi

Viðbragðsstig I. dreifbýli
3 vörubílar með snjótönn
Tveir pallbílar Fljótsdalshéraðs
Lengstur viðbragðstími verktaka má vera tvær klukkustundir.

Viðbragðsstig II
Vörubíll með sanddreifara
Einn pallbíll Fljótsdalshéraðs með sanddreifara
Lengstur viðbragðstími verktakamá vera ein klukkustund.

Útkall og snjóhreinsun
Eftirlitsmaður Fljótsdalshéraðs forgangsraðar verkefnum í snjóhreinsun og hálkueyðingu í samræmi við gatna- og vegakort. Verktaki tekur einnig að sér vinnu fyrir Fljótsdalshérað samkvæmt verkbeiðni þar um, á öðrum stöðum þar sem ekki eru til fullunnin snjóhreinsunarkort af vegakerfi. Hér er átt við vegi sem eru ekki inni í mokstursáætlun Vegagerðarinnar.

Verktaka er heimilt að ráða til sín undirverktaka vegna verksins með samþykki Fljótsdalshéraðs.
Verktaki skal fara í einu og öllu eftir fyrirmælum eftirlitsmanns Fljótsdalshéraðs varðandi fyrirkomulag og gæði hreinsunar.

Til íbúa í dreifbýli
Vakinn er athygli á breyttum reglum á snjóhreinsun í dreifbýli. Framvegis verður eingöngu full þjónusta á þeim heimreiðum þaðan sem skólaakstur er.

Á þeim dögum sem sorphreinsun fer fram þá skulu allar heimreiðar hreinsaðar, sama gildir um heimreiðar að þeim bæjum þar sem íbúar njóta heimaþjónustu frá félagsþjónustu.

Íbúar í dreifbýli eru hvattir til að koma upplýsingum um færð á vegum til starfsmanna þjónustumiðstöðvar og óska þar eftir snjóhreinsun þegar þess er þörf.

Snjóhreinsunarreglur Vegagerðarinnar
Hér fyrir neðan er veffang þar sem hægt er að nálgast upplýsingar frá Vegagerðinni um viðmiðunarreglur sem gilda um snjóhreinsun og hálkuvarnir á vegum sem Vegagerðin hefur umsjón með Fljótsdalshérað sér um hreinsun á heimreiðum þar sem um skólaakstur er að ræða ásamt þeim vegaköflum þar sem færri en þrír bæir eru fyrir innan. Þeir vegir sem flokkast undir helmingamokstur sér Vegagerðin um að kalla til verktaka í hreinsun, en Fljótsdalshérað greiðir helming kostnaðar á móti Vegagerðinni.

Breytt þjónusta Vegagerðarinnar fyrir árið 2010:
http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2187

Handbók um vetrarþjónustu:
http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/leidbeiningar-og-stadlar/vetrarthjonusta/


Viðbragðsáætlun þéttbýlis
Snjóhreinsun í þéttbýli:

Verktaki, skal hefja snjóhreinsun samkvæmt viðbragðsáætlun sem hér fer á eftir, þegar eftirlitsmaður Fljótsdalshéraðs óskar þess.

Gert er ráð fyrir að hægt sé að kalla út viðbragðsstig I-III samtímis og skulu þá aðgerðir verktaka vera samkvæmt tímaramma hvers viðbragðsstigs. Jafnframt skal verktaki leggja fram til verksins tæki samkvæmt viðkomandi viðbragðsstigi. Viðbragðstími er sá tími sem verktaki hefur til þess að hefja snjóhreinsun frá því að hann er kallaður út af eftirlitsmanni bæjarfélagsins.

Viðbragðsstig eru eftirfarandi

Viðbragðsstig I. þéttbýli: (Lítil úrkoma snjólög ca. 5-10 cm að jafnaði)
• Hefill með snjóruðningsbúnaði
• 2 pallbílar með tönn í eigu bæjarfélagsins
Lengstur viðbragðstími verktaka má vera hálf klukkustund.

Viðbragðsstig II. þéttbýli: (snjólög ca. 10-20 cm)
• Hefill með snjóruðningsbúnaði
• Pallbíll með tönn
• Traktorsgrafa 1-2
Lengstur viðbragðstími verktaka má vera ein klukkustund.

Viðbragðsstig III. þéttbýli: (Mikil úrkoma, eftir stórhríð)
•2 heflar með snjóruðningstækjum
•2 hjólaskóflur með snjóskóflum
• 3 traktorsgröfur með snjóskóflum
• Önnur tæki eftir þörfum
Lengstur viðbragðstími verktaka má vera fimm klukkustundir.

Útkall og snjóhreinsun
Eftirlitsmaður Fljótsdalshéraðs forgangsraðar verkefnum í snjóhreinsun og hálkueyðingu í samræmi við göngustíga, gatna- og vegakort.

Götum er skipt upp í þrjá flokka og er hver flokkur með sitt þjónustustig. Flokkarnir eru eftirfarandi:
Rauðar götur eru með þjónustustig I og er lögð áhersla á að þær séu alltaf greiðfærar. Hafin er hreinsun á þeim götum kl. 06.00 að morgni þegar þörf krefur. Einnig er meiri áhersla lögð á hálkuvarnir á þeim götum. (stofngötur)
Gular götur verða hreinsaðar í beinu framhaldi að rauðum götum og er sama áhersla á hálkuvarnir og á rauðum götum. (verslunar og þjónustugötur)
Grænar götur eru allar íbúðagötur. Lágmarks þjónusta verður á þeim götum, þar hefst hreinsun ekki fyrr en eftir kl. 08.00 að morgni þegar þörf krefur. Ekki verður hreinsað um helgar. Íbúðargötur verða ekki hreinsaðar nema þær séu við það að verða ófærar fyrir fólksbíla, útlit er fyrir hláku eða sorphreinsun geti ekki farið fram. Þegar unnið er að hreinsun í íbúðagötum er verktaka ekki heimilt að ryðja fyrir heimkeyrslur húsa. Þau tilfelli geta samt komið upp að ekki sé hreinsað frá innkeyrslum fyrr en 1-2 tímum eftir að hreinsun götu er lokið.

Gönguleiðir
Gert er ráð fyrir að gangstéttar á ákveðnum leiðum séu hreinsaðar samhliða götum. Ekki verða allar gangstéttar hreinsaðar
Gönguleiðum er skipt upp í tvo flokka og eru þeir eftirfarandi:
Appelsínugular gönguleiðir eru í forgangi. Hreinsun á þeim fer fram um leið og hreinsun á rauðum götum.
Fjólubláar gönguleiðir eru hreinsaðar samhliða hreinsun íbúðargatna.

Almennt
Ef veðurspá gefur tilefni til eftirlitsmaður mælir svo fyrir um, þá skal hefja snjóhreinsun ekki síðar en kl. 06:00. Fyrirvari á útkalli miðast við viðbragðsstig.

Ef verktaki hefur ekki verið aðvaraður kvöldið áður, er fyrirvari viðbragðsáætlunar lengdur um 30 mínútur. Verður þá haft samband við verktaka kl. 5:00 að morgni eða síðar.
Eftirlitsmaður tilkynnir verktaka ákvörðun sína um viðbragðsstig.

Almennt er miðað við að grænar götur verði hreinsaðar eftir kl. 08:00.

Ef sýnt er að um verulega snjóhreinsun sé að ræða verður tilkynnt um hækkað viðbragðsstig, t.d. í því tilfelli að stórhríð skelli á. Ekki verða hreinsaðar nema rauðar og gular götur meðan á stórhríð stendur, hreinsun hefst annarstaðar þegar stórhríð gengur niður.

Kröfur um hreinsun
Ekki er krafist þess að allar götur séu stífhreinsaðar, heldur er leyft að skilja eftir snjó á götum svo fremi að ekki stafi hætta af né óþægindi fyrir umferð eða gangandi vegfarendur.

Gert er ráð fyrir að hreinsað verði frá öllum innkeyrslum og merktum gönguleiðum samkvæmt korti.

Verkhlutar sem starfsmenn Fljótsdalshéraðs sjá sjálfir um framkvæmd á
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar sjá um að hreinsa öll plön stofnana sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir að Fljótsdalshérað komi til með að sjá um hálkuvarnir ásamt verktaka.

Til íbúa í þéttbýli
Ef upp koma tilfelli þar sem ekki hefur verið nægjanlega vel staðið að hreinsun eða öðru sem við kemur snjóhreinsun og hálkuvörnum, er íbúum bent á að koma upplýsingum til starfsmanna Fljótsdalshéraðs í þau símanúmer sem gefin eru upp hér að neðan, eða á netföng þeirra. Koma starfsmenn til með að vinna úr þeim ábendingum sem berast og tryggja góðan framgang verksins. Þegar stórhríð gengur yfir verður ekki hreinsað í íbúðagötum fyrr en veðri slotar. Lögð er áhersla á að halda rauðum og gulum götum greiðfærum frá kl. 07.00 til 17.00. Um helgar er lengri viðbragðstími hvað hreinsun snertir og ekki um jafn hátt þjónustustig að ræða og á virkum dögum.
Sérstakar veðurfarslegar aðstæður geta í einstaka tilfellum breytt ofanrituðu.

Íbúum er bent á að aðvara starfsmenn Fljótsdalshéraðs strax ef eignir verða fyrir skemmdum af völdum snjóhreinsunar, svo koma megi þeim skilaboðum til verktaka. Íbúum er bent á að merkja bíla sem huldir eru snjó þegar gera má ráð fyrir að hreinsað verði.


Starfsmenn þjónustumiðstöðvar - símar 864-4979 og 861-7836
Fasteigna-og þjónustufulltrúi 899-3768 og á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it
Einnig er hægt að koma ábendingum á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 4700-700.

 
facebook
Banner

Íbúagátt Fljótsdalshéraðs

velkomin islenski

velkomin enski

velkomin polski