Fara í efni

Úthlutun leikskólaplássa langt á veg komin

30.04.2024 Fréttir

Frestur til að sækja um leikskólapláss fyrir næsta skólaár rann út 31. mars síðastliðinn. Úthlutun leikskólaplássa á Héraði var 4. apríl síðastliðinn og hafa öll börn, sem voru á umsóknarlista og verða orðin 1 árs 1. september næstkomandi, fengið leikskólapláss í samræmi við reglur leikskóla í Múlaþingi. Alls var um 25 plássum úthlutað en nokkuð var óskir um flutning á milli leikskólanna og umsóknir fyrir eldri börn sem eru að flytjast á svæðið.

Á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Djúpavogi og í Brúarási verður plássum úthlutað þegar líður á vorið og/eða eftir hentugleika, allt eftir lausum plássum og aðstæðum í barnahópnum.

Stefnt er að því að úthluta lausum plássum aftur í haust og munu þau börn byrja í leikskólunum í janúar 2025. Ef laus pláss eru í leikskólunum er æskilegt að aðlögun sé þrisvar á ári eða í upphafi skólaárs, um áramót og þegar líður á vorið.

Aðlögun nýrra barna hefur mikil áhrif á barnahópinn sem fyrir er á deildinni sérstaklega á deildum þar sem yngstu börnin dvelja. Með því að miða við að aðlögun sé þrisvar á ári minnkar það álag og uppbrot á rútínu hjá þeim börnum sem fyrir eru á deildinni.

Úthlutun leikskólaplássa langt á veg komin
Getum við bætt efni þessarar síðu?