Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

46. fundur 02. maí 2024 kl. 13:00 - 14:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri

1.Opnir fundir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2024

Málsnúmer 202401003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umræðupunktar frá opnum fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem haldnir voru í Búarásskóla, Fellaskóla og Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að stofna mál um einstök atriði sem fram komu á opnu fundum heimastjórnar, í samræmi við umræðu á fundinum og koma þeim í ferli innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs 23.4.2024 var samþykkt að beina því til heimastjórna að þær taki til umfjöllunar þeirra áherslur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028 á fundum sínum í byrjun maí og komi á framfæri til viðkomandi fagráða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur að fjárhagsáætlun Múlaþings feli í sér jákvæðar horfur til lengri tíma þrátt fyrir erfið ytri skilyrði og telur mikilvægt að stefna að þeim fjárhagslegu viðmiðum sem sveitarfélagið hefur sett sér um rekstur, afkomu og efnahag.
Heimastjórn felur starfsmanni að koma áherslum hennar til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Störf og þjónusta opinberra aðila á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202404031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um óstaðbundin störf, stöðu og framtíðarhorfur 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við byggðaráð að teknar verði upp viðræður við Land og skóga, um starfsemi Lands og skóga, með tilliti til þeirra verkefna sem heyra undir stofnunina á Austurlandi.

Heimastjórn Fljótsdalshérað beinir því til byggðaráðs að taka til umfjöllunar tækifæri fyrir störf á vegum ríkisins í Múlaþingi með vísan til skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um óstaðbundin störf, stöðu og framtíðarhorfur 2023 og með vísan til stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036, t.d. aðgerð B.7. Óstaðbundin störf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning frá Óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja, dagsett 11.4.2024. Þar kemur m.a. fram að "Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.

Verði endurskoðun á kröfum ríkisins ekki lokið innan hæfilegs tíma fyrir 2. september kemur til greina af hálfu nefndarinnar að framlengja frestinn frekar til að tryggja að landeigendum gefist nægur tími til viðbragða. Nefndin hefur hins vegar lagt ríka áherslu á það við fjármála- og efnahagsráðherra að boðaðri endurskoðun ráðherra á kröfunum verði hraðað eins og kostur er svo að afstaða ríkisins liggi fyrir sem allra fyrst, enda hafa fjölmargir landeigendur þegar hafið vinnu við að bregðast við upphaflegri kröfugerð ríkisins."

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?