Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

115. fundur 29. apríl 2024 kl. 08:30 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Vetrarþjónusta á Jökuldalsvegi

Málsnúmer 202404074Vakta málsnúmer

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austursvæði, Sveinn Sveinsson, og yfirverkstjóri í Fellabæ, Jens Hilmarsson, sitja fundinn undir þessum lið og gera grein fyrir fyrirkomulagi við vetrarþjónustu í Múlaþingi, sbr. bókun frá 113. fundi ráðsins þar sem tekið var fyrir erindi um vetrarþjónustu á Jökuldalsvegi.

Lagt fram til kynningar.

2.Uppbygging Brákar hses á íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202206050Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags, Elmar Erlendsson, fer yfir stöðu verkefna hjá félaginu í Múlaþingi.

Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn í Orkusjóð, Ferjuleira 1, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202404236Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður, Rúnar Gunnarsson, situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsókn frá Höfnum Múlaþings í Orkusjóð vegna kaupa á búnaði til upphitunar á þjónustuhúsi við Ferjuleiru 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar úthlutað hefur verið úr Orkusjóði.

Samþykkt samhljóða.

4.Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar svarbréf vegna umsókna Múlaþings í Fiskeldissjóð 2024.

Máli frestað til næsta fundar.

5.Umsagnarbeiðni um 900. mál. Frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjanakostir í vindorku).

Málsnúmer 202404156Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál. Frestur til athugasemda er til og með 3. maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni falið að endursenda fyrri umsögn sveitarfélagsins í ljósi þess að frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá fyrra samráði.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sitja hjá (ÁMS og PH).

Fulltrúar V-lista (PH og ÁMS) vísa til fyrri bókunar sinnar frá 113. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs um sama mál:
Með þeim frumdrögum að umsögn frá Samtökum orkusveitarfélaga sem liggja fyrir felst viss hvatning til þess að opna heiðar og lönd landsins fyrir vindorkukostum, á þann hátt að það yrði í versta falli á kostnað náttúru- og menningarminja. Því erum við algjörlega andvíg.

Áheyrnarfulltrúi M-lista (BVW) leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er undravert hve starfshópur um vindorku einblínir þröngt á að staðsetja vindmyllugarða á landsbyggðinni í stað þess að leggja til slík verkefni nær markaði orkunnar, sem er í Reykjavík. Mörg tækifæri eru við orkuöflun í vatnsföllum víða um land, sem er vannýtt orka og að auki fullkomlega vistvæn og best til heimabrúks. Í Reykjavík, þaðan sem orkumálum þjóðarinnar er stjórnað, dettur engum í hug að nýta besta svæðið fyrir nýtingu vindorku. Áhugasamir um vindmyllugarða gætu auk heldur barið slíkt verkefni augum í hvert sinn er skyggni leyfði. Svæðið verður aldrei nýtt undir stofnvegi, skógrækt, byggingar né atvinnusvæðis. Fuglalíf er fábrotið og göngugarpar yrðu ekki fyrir skaða við að þvælast um svæðið. Fljótsdalsheiðin er metin heppileg fyrir vindmyllugarð og hæð yfir sjó er þar ekki talin fyrirstaða.
Því er lagt til hér að Esjan, í landnámi Ingólfs Arnarsonar, verði nýtt í risastórt vindmylluverkefni. Fyrr en reynsla af því verkefni liggur fyrir, verði ekki anað af stað í stærri verkefni í vindorku, en sem nemur 9,9 mW.

6.Umsagnarbeiðni um mál 899.mál. Stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.

Málsnúmer 202404155Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál. Frestur til athugasemda er til og með 3. maí nk.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2024

Málsnúmer 202402079Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 178. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?